Þjóðkirkjan og eignir hennar.

Var að lesa grein eftir Jón Val Jenson þar sem hann er að segja frá því hvernig kirkjan eignaðist þær jarðir um allt land sem hún á.Get ekki orða bundist og verð hissa þegar menn halda því fram að fólk hafi gefið kirkjunni þessar jarðir.Það vita allir hugsandi menn að kirkjan stal þessum jörðum.Prestar komu á heimilin þar sem menn lágu fyrir dauðanum og gáfu þeim blessun og léttu á þeim syndum.Og komust þannig yfir jarðir í krafti vanþekkingar fólks og ótta við hið guðlega vald.

Ég fer fram á það að kirkjan skili þessum jörðum og fari að standa á eigin fótum án aðkomu ríkisins.

Finst ekkert réttlæti í því að ég sé að borga prestum og biskupi laun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert makalaust ábyrgðarlaus, Eyþór, í þessum fráleitu fullyrðingum þínum, sem vitna hvergi í neinar heimildir, um það hvernig kirkjan eignaðist jarðir á fyrri tíð. Fjöldi vellríkra höfðingja, vel upplýstra og læsra í lögbókunum, gaf kaþólsku kirkjunni jarðir með fullri vitund og vilja, eins og skráð er í bréfum þeirra. Nefndu fáein skýr dæmi fyrir fullyrðingum þínum, ef þú getur! Þá skal ég sýna þér margfalt fleiri vottfest dæmi um löglega gerninga, þar sem kirkjunni voru gefnar gjafir af ýmsu tagi, bæði af vellríkum höfrðingjum og öðrum bændum landsins.

Þessar jarðir höfðu um aldaraðir verið skráðar eignir kirkjunnar og þinglýstar. Ekkert réttarríki sniðgengur slíkar eignarheimildir vegna tilbúnings- og Gróusagna.

Vísa að öðru leyti til ýtarlegri umfjöllunar minnar í Mbl.greininni Gegn árásum á Þjóðkirkjuna, sbr. einnig vefgrein mína Fylgi dalar við "aðskilnað ríkis og kirkju": 51% með, 49% á móti – merki um aukinn stuðning við kristni og umræður þar.

Jón Valur Jensson, 30.12.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Eyþór Hauksson

Kanski finst þér þetta vera fráleitar fullyrðingar hjá mér Jón Valur.En ég held að það sé sama hvað ég kæmi með til að sanna það,þú myndir aldrei taka mark á því.Menn eins og þú sem ert öfgatrúar er ekki nokkur leið að rökræða við því miður.Að ætla að benda á bækur sem sönnun fyrir því að þetta hafi allt verið löglegt er bara fásinna.Það vita allir að kaþólska kirkjan notaði ægivald sitt til að komast yfir það sem hún vildi,bæði með að hóta mönnum bannfæringum og svo voru Biskupar landsins til forna bara ótíndir morðingjar sem riðu um héruð með vígi á hendur þeim mönnum sem ekki voru þeim hlyntir.

En svo ég fari út í það sem ég sagði um þig og Útvarp Sögu,þá fanst mér það ekki vera merki um góðan mann sem gerði samkynhneigt fólk nánast að sjúkum einstaklingum sem þyrftu á læknishjálp að halda.En þannig talaðir þú um þá þegar umræðan var sem hæst í þjóðfélaginu að þjóðkirkjan gæfi saman þessa einstaklinga eins og karl og konu.

Eyþór Hauksson, 30.12.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eyþór Hauksson

Höfundur

Eyþór Hauksson
Eyþór Hauksson
Áhugamaður um flest er snertir þjóðfélagið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband