Ofsóknir gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni.

Alveg er mér farið að blöskra þessar ofsóknir á hendur Magnúsi.Hef ekki orðið var við það að hann sé koma fram með rasista hætti gegn útlendingum.Eina sem hann bendir á er að við þurfum að vanda vel til verka áður en við tökum við flóttafólki í stórum stíl.Eða er það slæmt?Annars horfði ég á Silfur Egils í dag og þar kom mér mest á óvart að sjá og heyra fólk gera Magnúsi upp skoðanir.Þar sagði aðstoðarmaður utanríkisráðherra bara beint að þetta væri ákveðið að flóttamennirnir kæmu til landsins.Og þá sennilega upp á Skaga?En ég vill bara fá svör við nokkrum spurningum.

1.Er búið að tryggja þessu fólki húsnæði?

2.Er búið að fjölga þeim sem þurfa að túlka allt fyrir þetta fólk.

3.Er búið að ráða fleira fólk til starfa hjá félagsmálastofnun á Akranesi svo hægt sé að sinna þessu fólki með góðum hætti?Eða á þetta að bitna á því fólki sem þegar er fyrir á Akranesi og þarf aðstoð?Mun það fólk sem nú þegar bíður eftir félagslegri aðstoð verða hent aftur fyrir þetta fólk í röðinni?

Þetta eru nú bara brot að því sem ég er að velta fyrir mér í sambandi við komu þessara flóttamanna til landsins.

En það virðist vera þannig að ef maður vill hafa skoðun á útlendingum þá er maður orðinn rasisti.

Hef verið að fylgjast með umræðunum í þjóðfélaginu og sé ekki betur en að þeir sem gelta mest yfir vangaveltum Magnúsar og þá sennilega míns líka sé hinir einu sönnu rasistar.

                                                                                            


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eyþór Hauksson

Höfundur

Eyþór Hauksson
Eyþór Hauksson
Áhugamaður um flest er snertir þjóðfélagið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband